VÍB aðalstyrktaraðili Dansa í Eldborg á Listahátíð

21.05.2013

VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, verður aðalstyrktaraðili sýningarinnar Dansar í Eldborg: Igor Stravinsky í 100 ár sem sýnd verður 24. og 25. maí á Listahátíð í Reykjavík. Sýningin er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verða flutt tvö af danstónverkum Igors Stravinskys, Vorblótið og Petrúska. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn dansar við lifandi tónlistarflutning í Hörpu.

Þetta er í tuttugasta og sjöunda sinn sem hátíðin er haldin og verður fjöldi spennandi viðburða af ólíkum toga á dagskrá vítt og breytt um borgina. Áhersla hátíðarinnar í ár er á hið skapandi rými þar sem listgreinar mætast og er Dansar í Eldborg gott dæmi um slíkt verkefni.
VÍB hefur lagt áherslu á fræðslu og faglega umræðu um viðskipti og efnahagsmál og hefur í gegnum starf sitt styrkt listir og menningarlíf. VÍB styrkti meðal annars þátttöku Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2011 og var stoltur bakhjarl Listahátíðar á síðasta ári.

Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar:
„Listahátíð í Reykjavík hefur um árabil haft forgöngu um aukið samstarf menningar- og atvinnulífs á Íslandi. Eitt af markmiðum hennar með því samstarfi er að efla tengslin við samfélagið í víðum skilningi. Í samræmi við það starfar hátíðin eftir heildstæðri styrktaraðilastefnu þar sem áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki í öllum atvinnugreinum. Þetta samstarf er Listahátíð afar mikilvægt. Það gerir henni kleift að gegna hlutverki sínu enn betur; að stuðla að nýsköpun og tefla fram framúrskarandi listafólki á öllum sviðum lista. VÍB er aðalstyrktaraðili Dansa í Eldborg, þar sem verður til nýtt, íslenskt dansverk við Vorblót Igors Stravinskys á aldarafmæli þess. Það er stórviðburður.“

Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri VÍB:
„Við hjá VÍB höfum á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að skapa öfluga og opna umræðu um eignastýringu, viðskipti og efnahagsmál. Fjölbreytt menning og listir eru samfélaginu einnig mjög mikilvæg og því er það hluti af samfélagsstefnu okkar að styðja metnaðarfull menningarverkefni eins og Dansa í Eldborg á Listahátíð 2013.“

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall