Ísland í kjöraðstöðu til að taka þátt í uppbyggingu á Grænlandi

16.05.2013
VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, hélt í morgun fund um hvaða tækifæri fyrirsjáanlegar breytingar á norðurheimskautssvæðinu geta skapað fyrir þjóðir á norðurslóðum og hvernig Íslendingar geta tekið þátt í þeim tækifærum. 

Þrjú erindi voru á fundinum. Svend Hardenberg, sveitarstjóri Qaasuitsup þar sem nær öll olíuleit Grænlendinga fer fram, og stofnandi Greenland Invest, ræddi fjárfestingartækifæri á Grænlandi og heildarfjárfestingarþörf þar í landi. Eftir erindi Svends fjölluðu Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, og Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Mannviti, um hvernig þeir sjá tækifæri Íslands og íslenskra fyrirtækja í tengslum við uppbygginguna á Grænlandi og önnur tækifæri á norðurslóðum. Heiðar Már hefur fjallað mikið um tækifæri Íslands á norðurslóðum og einnig skoðað fjárfestingartækifæri á Grænlandi. Haukur hefur unnið að verkefnum og greint þau tækifæri sem eru fyrir Íslendinga á norðurslóðum. Á fundinum kom fram að Ísland er í kjöraðstöðu til að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á Grænlandi. 

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum á vefsíðu VÍB.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall