Ráðstefna um þjónandi forystu

15.05.2013

Íslandsbanki er einn af aðalstyrktaraðilum ráðstefnu um þjónandi forystu sem fer fram 14. júní næstkomandi. Efni ráðstefnunnar er sérstaklega sniðið að áhuga þeirra sem vinna að menntun, þjónustu, sköpun og samfélagsmálum. Um er að ræða fjórðu ráðstefnuna á vegum Þekkingarseturs um þjónandi forystu sem starfar samkvæmt samningi við Greenleaf Center for Servant Leadership í Bandaríkjunum. Sérstök áhersla er á samtal þátttakenda á ráðstefnunni. Aðalfyrirlesararnir eru báðar þekktar á sviði rannsókna um þjónandi forystu, dr. Margaret Wheatley sem fjallar um Leadership in Turbulent Times: From Hero to Host og dr. Carolyn Crippen sem fjallar um Seven Pillars of Servant Leadership: An Action Plan. Auk aðalfyrirlesaranna fjalla íslenskir fyrirlesarar um þjónandi forystu í störfum sínum. Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, Tómas Guðbjartsson prófessor og hjartaskurðlæknir Landspítala og Jón Gnarr, borgarstjóri munu halda erindi. 

Skráning á ráðstefnuna: http://thjonandiforysta.is/hvad-er-thjonandi-forysta/radstefna-14-juni-2013/

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall