Sigurvegarar í myndbandasamkeppni Hvað Ef og Íslandsbanka

14.05.2013
Hvað Ef og Íslandsbanki settu af stað myndbandasamkeppni þar sem leitað var að flottu myndbandi við lagið „Ekki drepa“ til að nota í sýningunni. Unglingar voru hvattir til að virkja sköpunarkraftinn og búa sjálfir til myndbönd með boðskap sýningarinnar að leiðarljósi. 

Hvað Ef er uppistand fyrir unglinga, foreldra og kennara um mörg þau málefni og freistingar sem ungt fólk stendur frammi fyrir um það leiti sem það breytist úr börnum í fullorðið fólk, svo sem vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur og einelti. Íslandsbanki hefur verið aðalstyrktaraðili verkefnisins síðustu tvö ár og býður skólum að koma með nemendur á sýninguna sér að kostnaðarlausu. Alls hafa um 16.000 unglingar og foreldrar séð sýninguna á þeim tíma. 

Alls bárust 10 myndbönd í samkeppnina. Hópur úr Austurbæjarskóla stóð uppi sem sigurvegari en hópur úr Grundaskóla á Akranesi var vinsælasta myndbandið.

Hér má sjá myndbandið sem bar sigur úr býtum og hér má sjá vinsælasta myndbandið.

Verðlaunaafhendingin fór fram í útibúi Íslandsbanka á Kirkjusandi og í meðfylgjandi myndbandi má sjá kampakáta sigurvegara. 


Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall