Íslandsbanki styrkir barna- og unglingastarf GSÍ

14.05.2013
Íslandsbanki verður helsti bakhjarl barna- og unglingastarfs Golfsambands Íslands. Á liðnum árum hefur verið mikil vakning í barna-og unglingastarfi golfklúbbanna og sækja nú fleiri hundruð börn námskeið þeirra um land allt. Mótahald barna og unglinga hefur af þeim sökum verið að eflast. Sjö mót verða á Íslandsbankaröð unglinga í sumar og verður fyrsta mótið á golfvellinum í Þorlákshöfn um næstu helgi þar sem 144 efnilegustu kylfingar í barna- og unglingaflokkum munu keppa um sigur í þremur mismunandi aldursflokkum. Samhliða Íslandsbankamótaröðinni verður Áskorendamótaröð Íslandsbanka sem er mótaröð þeirra kylfinga sem ekki hafa forgjöf til að komast inná aðalmótaröðina. Þá munu Golfsamband Íslands og Íslandsbanki jafnframt fara í öflugt kynningarstarf á golfíþróttinni þar sem leitast verður við að bjóða börnum og unglingum að kynnast íþróttinni með kynningum í skólum, á leikjanámskeiðum og þeim stöðum þar sem við náum til barna og unglinga.

Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ:
„Við erum afar þakklát fyrir stuðning Íslandsbanka við barna- og unglingastarf okkar. Með kjörorðinu, Golf – íþrótt fyrir alla – allt lífið, leggjum við áherslu á mikilvægi þess að golf er fjölskylduíþrótt þar sem allir geta komið saman og átt skemmtilega samverustund. Forgjafarkerfið veitir okkur þau forréttindi að allir geta keppt á jafnréttisgrundvelli óháð aldri, kyni eða getu. Með þau skilaboð viljum við hvetja alla, börn, foreldra, afa og ömmur að horfa til golfíþróttarinnar sem íþrótt fyrir lífið.“

Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka:
„Mikill vöxtur og og jákvæð uppbygging hefur átt sér stað í golfiðkun barna og unglinga á Íslandi undanfarin ár og hefur Golfsambandið átt veg að vanda að því. Íslandsbanki er dyggur samstarfsaðili íþróttahreyfingarinnar í landinu og hefur lagt sérstaka áherslu á að styðja barna- og unglingastarf. Við hlökkum til samstarfsins við GSÍ og óskum öllum þátttakendum og öðrum golfurum góðs gengis í sumar.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall