Íslandsbanki horfir til tækifæra á Norður-Atlantshafssvæðinu

10.05.2013
Íslandsbanki hefur undanfarið unnið að nýrri stefnumörkun sem snýr að þjónustu bankans utan landsteinanna. Undanfarin ár hafa erlend ráðgjafaverkefni farið í gegnum dótturfélag bankans í Bandaríkjunum, Glacier Securities. Félagið sinnti að mestu verkefnum í suður Ameríku.

Í nýrri stefnumörkun bankans verður lögð áhersla á Norður-Atlantshafssvæðið þar sem þjónusta bankans mun áfram byggja á sérþekkingu hans í sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku. Þar að auki mun bankinn einbeita sér í auknum mæli að þjónustu við fjárfestingar í vatnsaflsvirkjunum og olíuleit. Í samræmi við þessar áherslubreytingar hefur starfsemi Glacier Securities nú verið flutt til Íslandsbanka. Tim Spanos, sem áður starfaði hjá Glacier Securities, hefur verið ráðinn til Íslandsbanka og mun hann leiða nýja áherslu bankans á Norður-Atlantshafssvæðið.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall