MIA sigrar frumkvöðlakeppni Íslandsbanka, FKA og Opna háskólans í Reykjavík

30.04.2013

MIA sigraði frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnulífinu og Opni háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Bylgja Bára Bragadóttir og Álfheiður Eva Óladóttir standa að baki hugmyndinni sem felst í framleiðslu á fljótandi sápum og froðusápum.


Þetta er í annað sinn sem frumkvöðlakeppnin er haldin en lista- og hönnunarstúdíóið Volki bar þá sigur úr býtum. Námskeið í gerð viðskiptaáætlana hófst í janúar og niðurgreiddi Íslandsbanki námskeiðagjaldið um helming. Alls sóttu 70 konur með 55 viðskiptahugmyndir um að sitja námskeiðið en 35 sæti voru í boði. Út úr námskeiðinu komu 26 viðskiptaáætlanir sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlunina enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Guðmundur Ingi Jónsson, fjárfestir og stjórnarformaður GreenQloud, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þóranna Jónsdóttir, deildarforseti Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík.

Verðlaunin voru afhend í útibúi Íslandsbanka á Kirkjusandi nú síðdegis en vinningshafinn hlaut tveggja milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að MIA hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd sem var fagmannlega framsett og kynnt. Greiningarvinna hafi verið góð og viðskiptáætlunin því raunhæf í alla staði. Bylgja Bára og Álfheiður Eva hafa sýnt mikið frumkvæði og þróað íslenska afurð sem hefur alla burði til að taka þátt í samkeppni á alþjóðamarkaði.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall