Mikil eftirspurn í hlutafjárútboði í TM

26.04.2013

Almennu hlutafjárútboði í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) lauk klukkan 16:00 þann 24. apríl 2013. Alls bárust um 7 þúsund áskriftir að heildarandvirði 357 milljarðar króna. Í útboðinu buðu Stoðir 28,7% hlut í TM til sölu á verðbilinu 17,75 - 20,10 krónur á hlut og hefur stjórn Stoða ákveðið útboðsgengið í efstu mörkum, 20,10 krónur á hlut. Söluandvirðið nemur 4,4 milljörðum króna á útboðsgengi. Enginn hluthafa TM mun eiga yfir 10% eignarhlut.

Í áskriftarhluta útboðsins, þar sem tekið var við áskriftum frá 100.000 krónum til 49.999.999 króna, bárust áskriftir fyrir samtals 22 milljarða króna. Í ljósi mikillar þátttöku hefur hámarksfjárhæð í þessum hluta útboðsins verið ákveðin 452.250 krónur. Áskriftir upp að þeirri fjárhæð verða ekki skertar.

Í þeim hluta útboðsins þar sem tekið var við áskriftum að fjárhæð að lágmarki 50 milljónir króna bárust áskriftir fyrir samtals 335 milljarða króna. Tryggð er lágmarksúthlutun í þessum hluta að fjárhæð 452.250 kr. en skerðing umfram lágmarksúthlutun er ákvörðuð hlutfallslega, þó þannig að hæsta einstaka úthlutun nemur um 5,8 milljónum króna.

Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla vegna útboðsins er 3. maí 2013 og verða hlutir í TM afhentir kaupendum 7. maí 2013. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti TM á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) verði 8. maí 2013, en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Í viðhengi er bráðabirgðahluthafalisti TM að loknu útboði.

Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða: „Mikil þátttaka í hlutafjárútboði TM er okkur að sjálfsögðu ánægjuefni. Markmið Stoða með útboðinu hafa gengið eftir, bæði hvað varðar verð og dreifingu hlutafjár. Stoðir hafa unnið að sölu hlutafjár TM í á annað ár og hafa nú selt samtals um 95% hlutafjár til breiðs hóps einka- og fagfjárfesta.“

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM: „Hlutafjárútboðið og skráning í Kauphöllina markar mikilvæg tímamót fyrir TM. Markmið TM er að verða hornsteinn á íslenskum hlutabréfamarkaði og þess vegna er það ánægjulegt að sjá hve fjölmennur hópur nýrra hluthafa kemur nú að félaginu.“

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans eru umsjónar- og söluaðilar útboðsins.

Upplýsingar um úthlutun í áskriftarhluta útboðs í TM
Fjárfestar sem skráðu áskrift sína í hlutafjárútboði í Tryggingamiðstöðinni hf. („TM“) geta á áskriftavef nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu og greiðslufyrirmæli. Nota skal sömu aðgangsauðkenni og við skráningu áskriftar.

Áskriftarvefur

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall