Raddir atvinnulífsins - samstarfsverkefni VÍB og Kauphallarinnar

23.04.2013

VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og Kauphöllin, standa í dag fyrir fundi um stefnu flokkanna gagnvart atvinnulífinu. Á fundinum verður umræða með forsvarsmönnum þeirra flokka sem hafa náð manni inn á þing í skoðanakönnunum að undanförnu um stefnu þeirra gagnvart atvinnulífinu. Á fundinum tala: Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Smári McCarthy. Stjórnandi umræðna verður Þorbjörn Þórðarson.

Fundurinn er hluti af verkefninu Raddir atvinnulífsins sem er samstarfsverkefni VÍB og Kauphallarinnar. Tekin hafa verið viðtöl undanfarið við áhrifafólk úr íslensku viðskiptalífi og það innt eftir skoðunum varðandi umhverfi atvinnulífsins og þau atriði sem talin eru mikilvæg í uppbyggingu þess.

Fundurinn verður í umræðuformi og til þess að dýpka spurningar og umræðu verða spiluð brot úr viðtölunum sem fela í sér umræðuefni eins og:

  • Áhrif gjaldeyrishafta
  • Óvissa í atvinnulífi
  • Er svigrúm til skattahækkana
  • Háir krónan íslensku atvinnulífi
  • Hver er stefna framboðanna til að byggja upp sterkt atvinnulíf

Hugmyndin með fundinum og verkefninu Raddir atvinnulífsins er að skapa umræðu um mikilvægi atvinnulífsins fyrir hagkerfið og vöxt þess. Atvinnulífið hefur bein áhrif á atvinnutækifæri, laun, hagvöxt og tekjur ríkisins og því er mikilvægt að huga að því umhverfi sem líklegast er til þess að stuðla að vexti þess og viðgangi.

Fundurinn hefst klukkan 12 og verður sýndur í beinni útsendingu á www.vib.is og einnig er hægt að nálgast myndbrot Radda atvinnulífsins inn á www.vib.is.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar:
„Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum tækifærum til sóknar í efnahagslífinu. Hvaða stefna er mörkuð á sviði atvinnumála mun öðru fremur ákvarða hvort okkur ber gæfa til að nýta þessi tækifæri og skapa framúrskarandi lífskjör hér á landi. Því verkefni sem hér er hrundið af stað er ætlað að leiða til uppbyggilegs samtals um leiðir að settu marki.“

Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri VÍB:
„Uppbygging atvinnulífsins er mikilvægasta verkefni okkar til þess að bæta lífsgæði á Íslandi á næstu árum. Við vildum leggja okkar að mörkum til þess að skapa umræðu um hvaða skilyrði atvinnulífið sjálft telur nauðsynleg til árangurs.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall