Íslandsbanki gefur út nýja skýrslu um sjávarútveg í norður Atlantshafi

23.04.2013

Íslandsbanki gefur út nýja skýrslu um sjávarútveg í norður Atlantshafi á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem fer fram dagana 23. – 25. apríl næstkomandi. Skýrslunni verður dreift á sýningunni, auk þess sem hún verður aðgengileg á heimasíðu Íslandsbanka. Skýrslan er unnin af sjávarútvegsteymi Íslandsbanka.

Noregur stærsta fiskveiðiþjóðin
Í skýrslunni er farið yfir sjávarútveg í norður Atlantshafi með sérstaka áherslu á Ísland, Noreg, Færeyjar, Grænland, Kanada og Bandaríkin. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslunni eru veiðar á svæðinu, útflutningur sjávarafurða, veiðar og helstu fiskitegundir hvers lands fyrir sig og að lokum er fjallað um fiskeldi þjóðanna sex.

Fiskveiðar í norður Atlantshafi eru um 11% af heildar fiskveiðum í heiminum. Norðmenn eru stærsta fiskveiðiþjóðin og landa yfir 23% af heildar afla á svæðinu. Heildarafli árið 2011 var 10,3 milljónir tonna og dróst saman um 7,2% frá fyrra ári. Atlantshafs síldin er mest veidda tegundin, en þorskur og markíll koma þar á eftir. Lax er verðmætasta útflutningstegundin og því næst kemur þorskur.

Tækifæri í fiskeldi
Fiskeldi er mikilvægur þáttur í hagkerfi þjóða í norður atlantshafi. Norðmenn framleiða yfir 80% af þeim fiski sem kemur úr fiskeldi í norður Atlantshafi. Það samsvarar um 1.1 milljón tonna og er laxeldi þar stærsti hlutinn. Eldisfiskur var 41,3% af heildar framboði fisks í heiminum árið 2011 og jókst um 6,2% frá árinu 2010. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spá því að árið 2018 muni heildarframboð eldisfisks til manneldis verða meira en framboð af veiddum fiski. Þessi mikli vöxtur fiskeldis mun án efa teygja anga sína í norður Atlantshaf og valda því að aukin áhersla verður lögð á eldi.

Athyglisvert er að allar þjóðirnar, sem fjallað er um í skýrslu Íslandsbanka, hafa einhverskonar kvótakerfi á veiðunum en útfærsla kerfisins er mismunandi milli landa, t.d. hvað varðar heimild til framsals kvóta og hvort sett er hámark á aflaheimildir ákveðinna fisktegunda.

Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka
Hjá Íslandsbanka starfar hópur sérfræðinga með mikla þekkingu á sjávarútvegi. Hópurinn er hluti af fyrirtækjasviði og er ábyrgur fyrir samskiptum og þjónustu við innlend og erlend sjávarútvegsfyrirtæki, ásamt útgáfu greiningarefnis um sjávarútveg víða um heim.

Hægt er að nálgast skýrsluna um sjávarútveg í norður Atlantshafi á heimasíðu Íslandsbanka. Þar er einnig hægt að finna áður útgefnar skýrslur.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall