Hlutafjárútboð í Tryggingamiðstöðinni hf.

22.04.2013

Hlutafjárútboð í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) fer fram dagana 22., 23. og 24. apríl 2013. Í útboðinu hyggjast Stoðir hf. selja 218.550.000 áður útgefna hluti í TM, sem samsvarar 28,7% af útgefnum hlutum í TM. Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem liggja mun á verðbilinu 17,75-20,10 krónur á hvern hlut í TM. Söluandvirði útboðsins getur numið á bilinu 3,9-4,4 milljarðar króna. Markaðsvirði alls hlutafjár í TM miðað við fyrrgreint verðbil er á bilinu 13,5-15,3 milljarðar króna.

Sótt hefur verið um töku allra hlutabréfa í TM (760.393.888 hlutir) til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin). 

Útboðið er markaðssett á Íslandi. Skilyrði fyrir þátttöku í útboðinu eru að þátttakendur hafi íslenska kennitölu og séu fjárráða. Ein áskrift er heimil fyrir hverja kennitölu í útboðinu með undantekningu er varðar áskriftir einstaklinga sem gerðar eru fyrir milligöngu fjármálastofnana sem sinna eignastýringu. Þátttaka í útboðinu er skuldbindandi fyrir fjárfesta.

Útboðið er tvískipt og skiptist í tilboðsbók og áskriftarhluta.

1. Tilboðsbók – áskriftir að lágmarki 50 milljónir króna að kaupverði

Í tilboðsbók eru til sölu 145.700.000 hlutir eða sem nemur 19,2% af útgefnum hlutum í TM. Í tilboðsbók skila fjárfestar áskrift sinni til umsjónar- og söluaðila á áskriftartímabilinu á sérstöku áskriftarformi sem nálgast má hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Fjárfestum er heimilt að skipta heildaráskrift sinni í minni undirtilboð á mismunandi verði. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans tekur við áskriftareyðublöðum fyrir hönd umsjónar- og söluaðila.

2. Áskriftahluti – áskriftir á bilinu 100.000-49.999.999 krónur að kaupverði

Í áskriftarhluta eru til sölu 72.850.000 hlutir eða sem nemur 9,6% af útgefnum hlutum í TM. Fjárfestar skrá áskriftir sínar á áskriftarvef Landsbankans, sem opinn verður á áskriftartímabilinu, www.landsbankinn.is/tmutbod. Fjárfestar skrá kennitölu sína og lykilorð sem þeir panta á áskriftarvefnum og fá sent sem rafrænt skjal í netbanka sinn. Til að skrá áskriftir sínar verða fjárfestar að hafa aðgang að netbanka, sem getur verið hvaða íslenski viðskiptabanki sem er sem býður upp á netbanka.

Fjárfestar geta skilyrt áskrift sína við það að útboðsgengi fari ekki umfram ákveðið hámarksverð á hlut. Ef fjárfestir tilgreinir ekkert hámarksverð í áskrift sinni skoðast áskriftin sem gerð á útboðsgengi.

TM hefur birt lýsingu sem dagsett er 11. apríl 2013. Fjárfestar eru hvattir til þess að kynna sér allar upplýsingar sem þar er að finna áður en þeir taka ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í TM. Lýsinguna, sem og aðrar upplýsingar sem birtar hafa verið um útboðið má nálgast á vefsíðu TM en þar verður hægt að nálgast upplýsingarnar næstu 12 mánuði. Útprentuð eintök má nálgast í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24 í Reykjavík.

Hægt er að nálgast upptöku af fundi VÍB um skráningu TM á heimasíðu VÍB, http://vib.is. Hægt er að nálgast ráðgjafa VÍB í síma 440-4900, tölvupóstur: vib@vib.is.

Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans mun veita upplýsingar um áskriftarhluta útboðsins og tæknilegar upplýsingar er varða áskriftarvefinn fyrir hönd umsjónar- og söluaðila í síma 410-4040, tölvupóstur: fjarmalaradgjof@landsbankinn.is, á milli kl. 9:00 og 20:00 dagana 22. og 23. apríl og til loka áskriftartímabilsins, klukkan 16:00 þann 24. apríl 2013.

Lýsing Tryggingamiðstöðvarinnar hf., dagsett 11. apríl 2013

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall