Áhættuskýrsla Íslandsbanka komin út í þriðja sinn

22.04.2013

Íslandsbanki hefur nú gefið út Áhættuskýrslu í þriðja sinn. Markmið hennar er að veita markaðsaðilum og öðrum haghöfum upplýsingar sem auka skilning á áhættuþáttum í rekstri bankans og eiginfjárstöðu hans og uppfylla um leið lögbundnar kröfur um upplýsingagjöf. Í áhættuskýrslunni er að finna lykilupplýsingar um samsetningu eigin fjár bankans og eiginfjárþörf en einnig um megináhættuþætti í starfseminni og áhættumatsferlum. Að auki eru í skýrslunni heildstæðar upplýsingar um endurskipulagningu og endurútreikning á lánasafni bankans, sem hefur verið eitt mikilvægasta verkefnið frá stofnun bankans árið 2008. 

Lán færð niður um 475 milljarða króna 

Í skýrslunni má sjá að útlán til fyrirtækja og einstaklinga jukust á árinu. Á heildina séð hafa gæði útlánasafns bankans batnað eftir því sem fleiri viðskiptavinir hafa farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og eftir því sem endurreikningi erlendra lána vindur fram. LPA-hlutfallið (Loan Portfolio Analysis), sem mælir framvindu endurskipulagningar á lánasafni bankans, lækkaði mikið á árinu 2012, fór úr 22,6% í 13,7%. Þá lækkuðu lán sem eru í meira en 90 daga vanskilum um 20 milljarða króna. Eftir endurskipulagningu hafa fáir viðskiptavinir þurft á frekari hjálpa að halda sem gefur til kynna að framkvæmd og úrvinnsla endurskipulagningar hafi verið vel undirbúin. Heildarafskriftir, eftirgjafir og leiðréttingar á lánum til viðskiptavina frá stofnun bankans námu við árslok 475 milljörðum króna en þar af eru 103 milljarðar króna vegna einstaklinga og 372 milljarðar króna vegna fyrirtækja. Þetta er aukning um 128 milljarða króna milli ára. 

Íslandsbanki hefur verið í fararbroddi íslenskra fjármálafyrirtækja þegar kemur að áhættustýringu og gefur skýrsluna út bæði á íslensku og ensku eins í fyrra.

Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á vef Íslandsbanka: www.islandsbanki.is/ahaettuskyrsla (pdf)

Sverrir Örn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri áhættustýringar: 
„Íslandsbanki vinnur stöðugt að því að bæta innviði sína við stýringu áhættu og mat á eiginfjárþörf. Bankinn leggur metnað sinn í og ver umtalsverðu atgervi til að uppfylla nýjustu alþjóðlegar kröfur á þessu sviði og veitir þessi skýrsla innsýn í fjölmarga þætti í áhættumynstri og áhættustýringu bankans. Skýrslan endurspeglar ekki síst það gagnsæi sem Íslandsbanki leggur áherslu á í störfum sínum. Áhætta í rekstri bankans hefur minnkað á árinu 2012 vegna endurskipulagningar lánasafns, sterkari eiginfjárstöðu, minni ójöfnuðar milli eigna og skulda auk annarra þátta. Í lok árs 2012 uppfyllti bankinn öll eigin viðmið sem og viðmið laga og reglna um áhættusnið.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall