Vilborg Arna hvetur unga fólkið til að setja markmið

04.04.2013

Íslandsbanki og Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, hafa skrifað undir samstarfssamning. Vilborg Arna mun halda fyrirlestraröð fyrir unga viðskiptavini bankans á aldrinum 14 til 20 ára. Á fyrirlestrunum mun hún fjalla um markmiðasetningu og leiðir til að vinna að settum markmiðum. Þá segir hún einnig frá sögu sinni á einstaklega hrífandi og skemmtilegan hátt.

Vilborg Arna er fyrsta íslenska konan til að fara í skíðaleiðangur á Suðurpólinn og fyrsti Íslendingurinn til að ganga þar eins síns liðs. Hún hóf göngu sína þann 19. nóvember sl. og komst á pólinn 60 dögum síðar. Um 10 ár liðu frá því að Vilborg Arna setti sér þetta markmið þar til það varð að veruleika. Á þeim tíma vann hún meðvitað og ómeðvitað að undirbúningi leiðangursins.

Skráningar eru á www.islandsbanki.is/fyrirlestur en viðskiptavinir Íslandsbanka geta tekið einn vin með á fyrirlesturinn.

Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari:
„Markmiðasetning er góð leið til að láta drauma sína rætast og ná lengra í lífinu. Það er gott að brjóta stór markmið niður í minni verkefni. Ef maður missir aldrei sjónar af stóra markmiðinu og fagnar litlum sigrum þá kemur að því að maður nær því sem lagt var upp með. Þetta er sá boðskapur sem ég mun færa unga fólkinu okkar á fyrirlestrum Íslandsbanka.“

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:
„Vilborg Arna heillaði 800 starfsmenn Íslandsbanka sem voru samankomnir á árlegum stefnufundi bankans með fyrirlestri sínum. Fyrirlesturinn fyllti alla sem á hann hlýddu eldmóði og löngun til að setja sér markmið til framtíðar. Saga Vilborgar Örnu á erindi við alla og það er okkur sönn ánægja að geta boðið ungum viðskiptavinum að hlýða á hana og um leið vonandi hvetja þau áfram til hámarka árangur sinn.“

Sjá myndband frá fyrirlestrinum inn á Íslandsbanki sjónvarp

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall