Húsfyllir á skattafundi VÍB

13.03.2013
Nær 200 gestir lögðu leið sína í Hörpu í dag þegar VÍB bauð á opinn fund um skattskil. Nú styttist í að einstaklingar þurfi að telja fram vegna ársins 2012 og var farið yfir ýmislegt nýtt og gagnlegt á fundinum, meðal annars þá frádrætti sem mögulegt er að nýta.

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar VÍB, var fundarstjóri og ræddi stuttlega um fjármagnstekju- og auðlegðarskatt en Guðrún Björg Bragadóttir hjá KPMG fór yfir framtalið og frádrætti. Fjölmargar spurningar bárust frá fundargestum og var meðal annars spurt um fjármagnstekjuskatt af verðbréfum, verktakagreiðslur og fyrirframgreiddan arf.

VÍB heldur úti metnaðarfullu fræðslustarfi þar sem áhersla er lögð á efnahagsmál og sparnað. Fundardagskrá og skráningar eru á vefsíðunni www.vib.is/fraedsla/ og á facebook síðu VÍB stofunnar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall