Nýtt fasteignamælaborð Íslandsbanka og DataMarket

11.03.2013

Íslandsbanki hefur í samvinnu við DataMarket þróað sérstakt fasteignamælaborð þar sem hægt er að skoða þróun íbúðamarkaðarins og lykiltalna honum tengdum. Til að mynda er hægt að fletta upp verðþróun íbúða/einbýla í einstökum hverfum höfuðborgarsvæðisins og eftir landshlutum.  Hægt er að skoða þróunina allt frá árinu 1990. 

Markmiðið að upplýsa ,kaupendur og seljendur fasteigna og aðra aðila um fasteignamarkaðinn og helstu lykiltölur honum tengdum og auka þannig gagnsæi og upplýsingagjöf á markaðnum.


Þróun á fasteignaverði 
Meðal kaupverð á fermetra á árinu 2012 var hæst á höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 250 þúsund krónur og hefur aldrei verið hærra að nafnverði. Kaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hefur náð sömu hæðum og árið 2007 í krónum talið en það hefur jafnframt tvöfaldast frá árinu 2002. Sé tekið mið af verðlagsþróun þá er raunverð íbúðarhúsnæðis enn nokkuð lægra en þegar það fór hæst í árslok 2007.


Fjöldi þinglýstra kaupsamninga 
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist jafnt og þétt. Í febrúar sl. voru 431 samningi þinglýst sem er um fjórföld aukning frá janúar 2009 þegar 116 samningum var þinglýst. 


Bygging íbúðarhúsa 
Fjöldi fullbyggðra íbúðarhúsa á árinu 2011 var 565. Um sex sinnum fleiri íbúðarhúsnæði voru fullgerð árið 2007 eða 3.348. Séu tölur skoðaðar aftur til ársins 1970 hafa aldrei jafn fáar íbúðir verið byggðar á einu ári. Hinsvegar ber að líta á að frá árinu 2000 hafa rúmlega 25.000 íbúðir verið fullkláraðar sem er meira en nokkru sinni fyrr. 

Skoða Fasteignamælaborð Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall