Íslandsbanki einfaldar millifærslurnar í snjallsímanum

08.03.2013

Íslandsbanka AppiðÍslandsbanki kynnir nýtt snjallsímaforrit, fyrir Android og iPhone snjallsíma. Með nýju appi hefur Íslandsbanki einfaldað millifærslur í snjallsímanum margfalt. Nú má nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á þekkta viðtakendur með aðeins þremur smellum. Hraðfærsla er ný nálgun á hefðbundnar millifærslur sem er mun  fljótlegri og er hægt að framkvæma með örfáum smellum.

Appið virkar þannig að notendur auðkenna sig í eitt skipti í upphafi en geta eftir það nýtt sér helstu fjárhagslegu aðgerðir Appsins án þess að slá inn notendanafn og lykilorð í hvert skipti. Í stað þess þurfa þeir einungis að staðfesta með 4 stafa öryggisnúmeri.

Öruggi og einfaldleiki 

Lögð er áhersla á að tryggja öryggi notenda án þess þó að hafa áhrif á aðgengileika eða gera málamiðlun á hversu notandavænt Appið er. Þannig geta notendur einungis millifæra inn á þekkta viðtakendur. En viðskiptavinir sækja þekkta viðtakendur beint úr Netbankanum. Upphæðartakmörk eru 15.000 kr. á sólarhring og endurnýjast sjálfkrafa á 24 klukkustunda fresti. Upphæðartakmörk er virkt til að auka enn frekar á öryggi notenda. En þess má geta að tæplega 80% af öllum millifærslum í Netbankanum í farsímanum eru undir þeirri fjárhæð.

Til að verjast tölvuþrjótum er auk þess tryggt að snjallsímaforritið geymir engar fjárhagslegar upplýsingar á símanum sjálfum eftir að notendur hætta í appinu í hvert skipti eftir notkun.

Hægt er að sækja nýja Íslandsbanka Appið í Play Store fyrir Android tæki og í AppStore fyrir iPhone frá og með föstudeginum 8. mars.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall