Afkoma Íslandsbanka 2012

28.02.2013 - Kauphöll

Yfirlit yfir helstu niðurstöður:

 • Afkoma bankans eftir skatta var jákvæð um 23,4 milljarða árið 2012 samanborið við 1,9 milljarða árið 2011 en þar gætti áhrifa vegna virðisrýrnunar á viðskiptavild í kjölfar yfirtöku Byrs sem olli einskiptiskostnaði uppá 17,9 milljarða króna.
 • Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi var 7,2 milljarðar samanborið við 9,5 milljarða tap á fjórða ársfjórðungi 2011.
 • Hagnaður ársins eftir skatta af reglulegri starfsemi var 15,7 milljarðar, samanborið við 13,9 milljarða árið 2011. 
 • Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 17,2%, samanborið við 1,5% árið 2011. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var 11,6%, samanborið við 11,0% árið 2011.
 • Skattar og gjöld greidd ríkisstofnunum voru 9,3 milljarðar á árinu, samanborið við 2,0 milljarða á árið 2011.
 • Heildareignir við árslok námu 823 milljörðum, samanborið við 796 milljarða í árslok 2011.
 • Vaxtamunur var 3,9% á árinu, samanborið við 4,5% árið 2011.
 • Frá stofnun bankans hafa um 20.900 einstaklingar og um 3.660 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 463 milljörðum króna.  
 • Nettó tekjufærsla vegna endurmats lánasafnsins var 6,5 milljarðar árið 2012, samanborið við 1,3 milljarða gjaldfærslu á sama tímabili fyrir árið 2011.
 • Heildarinnlán við árslok námu 509 milljörðum, samanborið við 526 milljarða í árslok 2011.
 • Eigið fé nam 148 milljörðum í árslok, sem er hækkun um 19,4% frá árslokum 2011. 
 • Fjárhagsstaða Íslandsbanka er traust. Eiginfjárhlutfall var 25,5% í árslok 2012 samanborið við 22,6% í árslok 2011. 
 • Nánari upplýsingar um afkomu bankans má finna í ítarlegri afkomutilkynningu hér að neðan.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Þá er fyrsta rekstrarári sameinaðs banka lokið. Þess mun ávallt verða minnst í sögu bankans sem ársins þegar samruna Íslandsbanka og Byrs lauk. Sameiningin jók markaðshlutdeild bankans verulega og lagði drög að tekju- og samlegðarárhrifum til framtíðar. Uppgjörið ber þess glögglega merki að  grunnrekstur bankans heldur áfram að styrkjast, en yfir 75% af rekstrartekjum bankans koma frá vaxta- og þóknanatekjum.

Við náðum mikilvægum áföngum í enduruppbyggingu íslensks fjármálamarkaðar á árinu. Íslandsbanki var leiðandi í þeirri vinnu bæði með áframhaldandi útgáfu sértryggðra skuldabréfa og umsjón með skráningu hlutabréfa Eimskipa og Vodafone í kauphöll. Enn fremur markaði skuldabréfaútboð bankans fyrir hönd Eikar fasteignafélags ákveðin tímamót í fyrirtækjafjármögnun. Útboðið var það stærsta sem einkaaðili hefur ráðist í frá því á árinu 2008. Framundan eru fleiri stór verkefni á þessu sviði sem munu varða veginn til frekari endurreisnar fjármálamarkaðarins.

Við höfum náð miklum árangri við fjárhagslega endurskipulagningu. Stórum málum lauk á árinu og brátt sér fyrir endann á endurútreikningi ólöglegra gengistryggðra lána. Íslandsbanki féll frá þremur dómsmálum á árinu til að flýta endurútreikningi og endurreiknar nú 15.000 lán. Hlutfall lána í endurskipulagningu hefur því lækkað umtalsvert eða úr 22.6% í 13.7%. Jákvæðir úrskurðir ESA varðandi þær aðgerðir sem gripið var til 2008 hafa einnig dregið úr óvissu í rekstri bankans. Þessi atriði ásamt meira lífi á fjármálamarkaði gefur til að kynna að það séu að verða þáttaskil í rekstri bankans og starfsumhverfi okkar.”

Síðar í dag munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara fyrirspurnum. Fundurinn hefst kl. 16.00 og fer fram á íslensku. Nauðsynlegt að gestir skrái sig á afkomukynninguna með tölvupósti til:ir@islandsbanki.is

Hægt verður að nálgast fundargögn frá kynningunni á www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Nánari upplýsingar

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall