Íslandsbanki styður Verkefnamiðlun

08.02.2013
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka veitti Sjávarklasanum styrk á síðasta ári til að efla menntun í fræðum tengdum sjávarútvegi. Menntahópur sem starfar á vegum klasans bjó til aðgerðaráætlun sem miðar af því að auka aðsókn nemenda. Verkefnamiðlun er eitt verkefni sem hefur sprottið úr þessu og er unnið í samvinnu við fulltrúa framhalds- og háskóla undir forystu Háskólans á Akureyri. Um er að ræða vefsíðu þar sem fyrirtæki geta auglýst eftir nemendum til að sinna fyrir verkefnum af ýmsum toga. Síðan var opnuð í síðustu viku en þar er að finna um 50 verkefni. Nemendur á framhalds- og háskólastigi geta nálgast upplýsingar um verkefni sem fyrirtæki hafa áhuga á að láta vinna fyrir sig. Verkefnin eru af ýmsu tagi og henta í sumum tilvikum vel sem lokaverkefni.

Hér má sjá lista yfir þau verkefni sem eru í boði.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall