35 konur á frumkvöðlanámskeiði

05.02.2013

Þann 29. janúar komu saman 35 konur að til hefja vegferð sína að gera hugmyndir sínar að veruleika á námskeiði í gerð viðskiptaáætlana við Opna háskólann í Reykjavík. Að lokum munu þær verða gjaldgengar í samkeppni um bestu viðskiptaáætlunina en samkeppnin og námskeiðið er samstarfsverkefni Íslandsbanka, FKA og Opna háskólans í Reykjavík. Besta viðskiptaáætlunin hlýtur 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, opnaði námskeiðið með því að kynna samstarfsverkefnið og tilgang þess sem er að stuðla að aukinni uppbyggingu rekstri fyrirtækja í eigu kvenna. Þá kynnti Særún Ósk Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í Reykjavík, námskeiðið og Halldóra Gyða Matthíasdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ, hvatti konurnar áfram og fór yfir markmiðasetningu. Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar, fjallaði um þátttöku háskólans í atvinnulífinu og tengsl hans við verkefnið Auður í krafti kvenna og Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA, kynnti starfsemi félagsins. Að lokum deildu Hafdís Jónsdóttir, eigandi World Class og formaður FKA, og Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka), framkvæmdastjóri Happ, reynslu sinni með þeim um það hvernig er að vera í rekstri fyrirtækis.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall