Ný verðbréfayfirlit VÍB í Netbanka

04.02.2013 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
VÍB verðbréfayfirlit í netbankaViðskiptavinum í eignastýringu og ráðgjafaþjónustu hjá VÍB býðst nú aðgangur að endurbættu eigna- og hreyfingayfirliti verðbréfa, auk þess sem bæst hefur í hópinn yfirlit bankareikninga sem sýnir allar peningahreyfingar tengdar viðkomandi verðbréfasöfnum og stöðuna hverju sinni. Gögn í yfirlitum er hægt að taka yfir í excel til frekari skoðunar.
  • Eignir - gefur stöðuna hverju sinni og einnig er hægt að skoða eignastöðu aftur í tímann. Yfirlitið sýnir samantekt eigna allra verðbréfasafna viðskiptamanns auk þess sem hægt er að skoða hvert safn fyrir sig. Velja má saman tvö eða fleiri söfn til að skoða sem eina heild.
  • Hreyfingar - sýnir öll viðskipti sem átt hafa sér stað á verðbréfasafni á hverju tímabili. Hægt er að nálgast kvittanir fyrir algengustu viðskiptunum.
  • Bankareikningar - allar hreyfingar sem átt hafa sér stað á bankareikningum á safni viðskiptavinar á völdu tímabili. Yfirlitið sýnir einnig eignastöðu á hverjum tíma.

Þetta er stór áfangi í viðleitni VÍB að veita viðskiptavinum sínum ávallt úrvalsþjónustu. Á næstunni eru áætluð fleiri ný yfirlit í Netbanka s.s. yfirlit ávöxtunar o.fl.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall