Framtíðarauður VÍB verður til

01.02.2013
Auður Capital og Íslandsbanki hafa komist að samkomulagi um að sameina séreignarsparnaðarvörur sínar, FramtíðarAuði og Lífeyrissparnað Íslandsbanka, undir heitinu Framtíðarauður VÍB. Sjóðfélagar í Framtíðarauði VÍB verða um 15.800 talsins eftir sameininguna. Sameiningin hefur verið samþykkt af Fjármálaeftirliti og Samkeppniseftirliti, en vörsluaðili Framtíðarauðs VÍB verður Íslandsbanki sem hefur frá árinu 1990 verið vörsluaðili séreignarsparnaðar.

Fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða og persónuleg þjónusta

Eftir sameiningu verða níu fjárfestingarleiðir í boði fyrir sjóðfélaga, sex verðbréfaleiðir, innlánaleið auk lífeyrisreikninga. Öllum sjóðfélögum Framtíðarauðs VÍB stendur til boða persónulegt mat á viðhorfi þeirra til áhættu með sérhæfðum ráðgjöfum VÍB. Að matinu loknu er heppileg fjárfestingastefna valin með hliðsjón af niðurstöðum hvers viðskiptavinar.

Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri eignastýringasviðs Íslandsbanka:

„Mikil samlegð er með FramtíðarAuði og Lífeyrissparnaði Íslandsbanka en báðar vörur voru stofnaðar á sama grunni uppbyggingar nýs fjármálamarkaðar. Leiðarljós beggja aðila hefur verið að bjóða upp á vandaðan og hagkvæman séreignarsparnað með áherslu á þjónustu og hóflegt áhættustig og ljóst er að sameiningin gerir okkur enn betur kleift að ná þeim markmiðum. Áherslan verður hér eftir sem hingað til á fagleg og gagnsæ vinnubrögð."

Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital:

„Miklar breytingar hafa verið gerðar á umhverfi séreignalífeyrissparnaðar á undanförnum misserum auk þess sem rík krafa hefur verið uppi um hagræðingu á fjármálamarkaði. Við teljum að sameiningin sé heillaskref fyrir alla hlutaðeigandi. Við höfum í sameiningu lagt kapp á að vanda vel til verksins til að tryggja hag viðskiptavina okkar. Auður Capital mun áfram leggja áherslu á þjónustu við fagfjárfesta á sviði eignastýringar, fyrirtækjaráðgjafar, verðbréfamiðlunar og reksturs framtakssjóða."


Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall