„Mín síða" í Fyrirtækjabanka Íslandsbanka

22.01.2013
Undanfarna mánuði hefur verið lögð mikil áhersla á þróun Fyrirtækjabanka Íslandsbanka. Bætt rekstrarumhverfi skilar viðskiptavinum hraðvirkari Fyrirtækjabanka á álagstímum og betra viðmóti. Breytingarnar taka mið af þörfum fyrirtækja og er þeim ætlað að auðvelda alla daglega vinnslu. Fyrirtækjabankinn verður áfram í þróun þar sem áherslan verður lögð á að bæta notendaviðmót enn frekar.

Góð yfirsýn, flýtileiðir og stillingar

Næstkomandi föstudag, 25. janúar, er væntanleg ný „Mín síða" í Fyrirtækjabanka Íslandsbanka. Síðan gefur notendum Fyrirtækjabanka góða sýn á stöðu þeirra innlánsreikninga og kreditkorta sem hann hefur aðgang að ásamt lista yfir ógreidda reikninga. Reikningum og kreditkortum er hægt að raða, gefa heiti og hafa sýnilega á „Minni síðu". Þá er einnig hægt að greiða reikninga, borga inn á kort og millifæra beint af „Minni síðu".


Nýtt Stöðuyfirlit í stöðugri þróun

Nýtt Stöðuyfirlit hefur verið innleitt í Fyrirtækjabankann en það gefur stjórnendum fyrirtækja greinargóða sýn á fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Hægt er að sjá yfirlit yfir öll innlán, útlán og kreditkort hjá Íslandsbanka á einum stað. Þá er einnig hægt að skoða sundurliðun einstakra flokka eftir inn- og útlánum og skoða nánari upplýsingar um einstök lán og reikninga. Auðvelt er að taka út í Excel skjali yfirlit yfir stöðuna sem er hægt að vinna með eða færa yfir í bókhaldskerfi eftir þörfum. Þá er unnið að því að bæta yfirlitum yfir innlendar og erlendar ábyrgðir við Stöðuyfirlitið.

Staða og upplýsingar sem birtast í Stöðuyfirliti miðast við lok síðasta bankadags.

Haldgóðar upplýsingar um notkun Fyrirtækjabankans og yfirlit yfir þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma í honum verða á vefsíðu bankans.

Eins og fyrr segir þá verður áfram unnið að þróun og nýjungum í aðgerðum og viðmóti Netbanka Íslandsbanka og má sjá afraksturinn á næstu mánuðum og misserum.


Bæklingur um Fyrirtækjabanka Íslandsbanka 

Hægt er að skoða bæklinginn hér fyrir neðan og á pdf formi

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall