Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar

17.01.2013
Sérfræðingar Íslandsbanka yfirfara nú niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli Umbúðamiðlunar en ljóst er að hann hefur áhrif á tæplega 1.000 lán hjá bankanum, að mestu fyrirtækjalán. Meirihluti lánanna sem dómurinn tekur til hafa fengið tilboð um endurútreikning á grundvelli laga nr. 151/2010 um breytingu á vaxtalögum nr. 38/2001.

Öll þau lán sem dómurinn tekur til verða endurreiknuð á ný ef aðstaða lántaka er sambærileg þeirri sem um var fjallað í dómum Hæstaréttar frá 15. febrúar og 18. október á síðasta ári sem tóku til fullnaðarkvittana vegna ólögmætra lána.

Samtals mun Íslandsbanki endurreikna um 15.000 ólögmæt gengistryggð lán einstaklinga og fyrirtækja í samræmi við dóma Hæstaréttar um fullnaðarkvittanir. Bankinn hafði áður fallið frá þremur dómsmálum til að flýta endurútreikningi. Meðal þeirra lána sem eru endurreiknuð eru uppgreidd lán, bílalán og lán sem hafa farið í gegnum úrræði sem bankinn bauð upp á. Dómurinn hefur ekki áhrif á lögmæti húsnæðislána Íslandsbanka í erlendri mynt en Hæstiréttur skar úr um að þau væru lögleg erlend lán þann 7. Júní 2012.

Áhrif dómsins á efnahagsreikning bankans munu verða metin og koma fram í ársreikningi fyrir árið 2012. Rétt er að árétta að eiginfjárstaða bankans er sterk og mun eiginfjárhlutfallið áfram vera yfir þeim lágmörkum sem Fjármálaeftirlitið setur.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall