Umbætur í Netbanka Íslandsbanka

11.01.2013
Stór skref hafa verið tekin síðastliðna mánuði í þróun Netbanka Íslandsbanka. Er þetta liður í almennum umbótum á rekstrarumhverfi og viðmóti Netbankans en gera má ráð fyrir enn frekari úrbótum og nýjungum á næstu mánuðum. Bætt rekstrarumhverfi skilar viðskiptavinum hraðvirkari Netbanka á álagstímum, t.d. um mánaðarmót.

Ný „Mín síða“ í Netbanka
Þann 15. janúar mun ný „Mín síða“ líta dagsins ljós í Netbanka Íslandsbanka. Ný „Mín síða“ mun veita notendum góða yfirsýn yfir stöðu allra reikninga. Viðskiptavinir geta stillt „Mína síðu“ eftir þeirra höfði, t.d. valið sér þær einingar sem þeir vilja sjá, haft reikninga og kreditkort sem þeir vilja fylgjast með sýnileg en falið aðra, raðað þeim í röð og gefið þeim nafn. Einnig verður hægt að millifæra, greiða inn á kreditkort og greiða reikninga beint á „Minni síðu“. Haldgóðar upplýsingar um notkun Netbankans verða á vefsíðu bankans og er unnið að kynningarmyndbandi sem útskýrir breytingarnar skref fyrir skref.


Sameining Netbanka Íslandsbanka og Byrs
Heima- og Fyrirtækjabanki Byrs mun sameinast Netbanka Íslandsbanka þann 17. janúar nk. og líkur þar með sameiningarferli Íslandsbanka og Byrs sem hófst fyrir rúmu ári. Eftir sameininguna munu viðskiptavinir eingöngu nýta Netbanka Íslandsbanka. Notendanafn og lykilorð hafa verið send í heimabanka Byrs. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni www.islandsbanki.is/sameining. Einnig er hægt að hafa samband við Þjónustuver bankans í síma 440 4000 eða senda fyrirspurnir á netfangið islandsbanki@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall