Frumkvöðlakeppni Íslandsbanka, FKA og Opna háskólans

28.12.2012
Frá verðlaunaafhendingu 2012
Frá verðlaunaafhendingu 2012

Íslandsbanki og Félag kvenna í atvinnurekstri í samstarfi við Opna háskólann í Reykjavík standa fyrir námskeiði í gerð viðskiptaáætlana og í framhaldi af því samkeppni um bestu viðskiptaáætlunina þar sem besta áætlunin hlýtur 2 milljónir króna í verðlaun.

Opni háskólinn mun halda námskeið í gerð viðskiptaáætlana og hefjast þau þann 29. janúar næstkomandi og lýkur um mánuði síðar. Íslandsbanki niðurgreiðir 50% af námskeiðagjaldinu en þar er meðal annars farið í stefnumótun og uppbyggingu fyrirtækja, markaðsgreiningu, gerð markað- og söluáætlana, Fjármál, lagaleg atriði við stofnun fyrirtækja, samningatækni og kynningarmál. Eftir að námskeiðinu lýkur fá þátttakendur um tvær vikur til að fullklára viðskiptaáætlanir sínar sem síðan verða metnar af matsnefnd. Fimm bestu áætlanirnar komast áfram í vinnustofu þar sem boðið upp á leiðsögn sérfræðinga. Að lokum verður besta áætlunin valin og hlýtur hún 2 milljónir króna í styrk frá Íslandsbanka. 

Þetta er í annað sinn sem slík keppni er haldin en á síðasta ári bar Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, sigur úr býtum. Þá sóttu 34 konur námskeiðið og skiluðu 19 viðskiptaáætlunum. Lista- og hönnunarstúdíóið Volki bar sigur úr býtum en ungar konur sem að því standa hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni. 

Olga Hrafnsdóttir, einn eigenda Volki: 

„Námskeiðið hjálpaði okkur að hugsa markvissara og hnitmiðað út frá viðskiptafræðilegu sjónarmiði sem hönnuðir gleyma oft að gera þar sem við missum okkur oft í sköpunargleði. Verðlaunaféð var frábær viðbót í fjárfestingu okkar á iðnaðarprjónavél sem mun gjörbreyta rekstrinum.“

Umsóknarfrestur rennur út 22. janúar næstkomandi.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall