Umframeftirspurn í lokaða hluta hlutafjárútboðs Fjarskipta

04.12.2012

Lokaða hluta útboðs Fjarskipta hf. (Vodafone) lauk í gær, en lágmarksáskrift þar var 50 milljónir króna. Í þessum hluta útboðsins bárust samtals tilboð fyrir 9.969 milljónir króna frá fjárfestum. Í boði voru 40% hlutafjár í félaginu í eigu Framtakssjóðs Íslands. Umframeftirspurn var 2,4 föld í þessum hluta útboðsins.

Byggt á niðurstöðu lokaða hluta útboðsins er verð hvers hlutar í félaginu 31,5 krónur, bæði í lokaða og opna hluta útboðsins til almennings.

Í opna hluta útboðsins til almennings verða í boði 10% hlutafjár félagsins. Opni hluti útboðsins hefst klukkan 10:00 í dag, þriðjudaginn 4. desember 2012, og lýkur klukkan 16:00 fimmtudaginn 6. desember 2012. Íslandsbanki er umsjónaraðili útboðsins.

Í samræmi við skilmála verðbréfalýsingar er seljanda heimilt að bæta 10% útgefins hlutafjár við heildarfjárhæð útboðsins og ráðstafa þeim í lokaða og/eða opna hluta útboðsins.

Ómar Svavarsson, forstjóri Fjarskipta:

"Þessi mikla eftirspurn eftir hlutum í félaginu er mikið ánægjuefni fyrir starfsfólk okkar sem leggur hug sinn og hjarta í rekstur Vodafone. Hún er viðurkenning á því góða starfi sem hér hefur verið unnið og er til marks um mikla trú fjárfesta á félaginu. Við erum vongóð um að sterk staða félagsins og góð rekstrarsaga freisti almennra fjárfesta."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall