Ný greining Danske Bank á íslensku efnahagslífi á fundi VÍB

04.12.2012
Lars Christensen
Lars Christensen

Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank, mun kynna nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi á morgun. Greiningin verður fyrst kynnt á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, en hún verður gefin út sama dag og fundurinn er haldinn. Þetta er þriðja greiningin sem Danske Bank gerir á íslensku efnahagslífi. Sú fyrsta kom út árið 2006, „Iceland, Geyser crisis", og varaði við slæmum horfum hér á landi en hún vakti mikla athygli og hörð viðbrögð hér á landi. Önnur greining bankans kom út í apríl árið 2011, „Iceland: Recovery in uncertain times".

Á fundinum munu fara fram umræður um horfur Íslands og þá kerfislegu áhættuþætti sem helst gætu komið í veg fyrir jákvæða þróun hérlendis, ekki síst vandamál sem skapast geta á næstu árum tengd gjaldeyrishöftum og greiðslujöfnuði við útlönd. Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans og Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum taka þátt í umræðunum ásamt Lars. Fundarstjóri er Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB.

Fundurinn hefst klukkan 8:30, þann 5. desember, og er fyrir viðskiptavini VÍB og boðsgesti. Mögulegt verður þó að horfa á fundinn í beinni útsendingu á vefsíðu VÍB, www.vib.is

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall