Vel sóttur fundur VÍB um skráningu Vodafone í kauphöllina

03.12.2012 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

Á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, sem fram fór föstudaginn 30. nóvember, kynnti Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone, félagið fyrir áhugasömum fjárfestum. Eftir framsögu Ómars fóru fram umræður um félagið og markaðinn í heild sinni. Magnús Halldórsson, blaðamaður hjá Stöð 2 og Vísi, Ásmundur Tryggvason, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, Hrafn Árnason, forstöðumaður safnastýringar hjá Íslandssjóðum og Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Vodafone, tóku þátt í umræðunum.

Í máli Ómars kom fram að félagið hafi sterka markaðshlutdeild. Félagið sé búið að endurfjármagna lán sín auk þess sem mikil áhersla hefur verið lögð á kostnaðaraðhald. Grunnrekstur félagsins sé traustur og rekstrarsaga þess góð. Þá er eiginfjárhlutfallið sterkt og þá hefur hagnaður aukist á milli ára.

Fundurinn var vel sóttur og var hann jafnframt sýndur beint á vef VÍB, þar má nálgast upptöku af fundinum. Að auki má þar finna útboðslýsingu og fjárfestakynningu vegna skráningar Vodafone.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall