Íslandsbanki fellur frá þremur dómsmálum til að flýta endurútreikningi

22.11.2012

Eftir dóm Hæstaréttar 15. febrúar sl. voru valin 11 prófmál til að fá skorið úr þeim álitamálum sem dómurinn lét ósvarað. Fjögur þessara mála voru á vegum Íslandsbanka. Eftir dóm Hæstaréttar þann 18. október sl. telur Íslandsbanki að flestum þeirra álitaefna hafi nú verið svarað. Bankinn fellur því frá þremur þessara mála til að flýta endurútreikningi. Það mál sem eftir stendur snýr að fjármögnunarleigusamningum, en á greiðsluseðlunum er ekki gerður greinarmunur á afborgun og vaxtagreiðslu. Íslandsbanki hyggst því endurreikna 14.000 ólögmæt gengistryggð lán en meðal þeirra lána eru uppgreidd lán, lán tekin til skamms tíma og lán sem farið hafa í gegnum úrræði sem bankinn bauð upp á.

Búist er við að viðskiptavinum verði birtur endurútreikningur í byrjun árs 2013. Greiðsluseðlar ofangreindra lána verða sendir út með venjubundnum hætti. Bankinn áréttar að lántakendur fyrirgera ekki mögulegum betri rétti sínum þrátt fyrir áframhaldandi greiðslur af lánum sem fara í endurútreikning enda verði fullt tillit tekið til þess við leiðréttingu eftirstöðva.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall