Lýsing Fjarskipta hf. birt í Kauphöll

20.11.2012

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur undanfarið unnið að gerð Lýsingar Fjarskipta hf. (Vodafone á Íslandi) vegna fyrirhugaðs almenns útboðs félagsins og töku hlutabréfa útgefnum af Fjarskiptum hf. til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Lýsingin var birt í Kauphöll í gær, 19. nóvember 2012.

Útboð hlutafjár í Fjarskiptum hf. fer fram í tveimur hlutum, lokuðum og opnum hluta. Lokaði hluti útboðsins fer fram frá kl. 9:00 til 16:00 þann 3. desember nk. Opni hluti útboðsins fer fram frá kl. 10:00 þann 4. desember til kl. 16:00 þann 6. desember. Í opna hluta útboðsins verður öllum fjárfestum sem hafa yfir að ráða íslenskri kennitölu og eru fjárráða gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlutum og skal hver áskrift vera að lágmarksfjárhæð 50.000 kr. að kaupvirði. Nánari upplýsingar um opna útboðið munu birtast á vef Íslandsbanka.

Hægt er að nálgast skráningarlýsinguna á vef Vodafone.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall