Íslandsbanki stuðningsaðili verðlauna Jónasar Hallgrímssonar

19.11.2012

Íslandsbanki hefur frá upphafi gefið verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Það var skáldið Hannes Pétursson sem hlaut verðlaunin í ár og hlaut hann 700 þúsund krónur, ritið Íslenska fugla og skrautskrifað verðlaunaskjal. Hannes hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og annarra verka. Í rökstuðningi ráðgjafanefndarinnar kemur fram að ljóð hans hafi löngum verið sem brýr milli hefðar og nútíma auk þess sem þau byggja mjög á íslenskri kveðskaparhefð. Hannes var um árabil starfsmaður Menningarsjóðs og vann þar að margvíslegum útgáfumálum og ritstjórn. Hann hefur einnig fengist nokkuð við þýðingar. Þá hefur merkur þáttur í höfundarstarfi hans einnig birst á sviði fræðimennsku.

Það var Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sem veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Grunnskóla Álftaness sl. föstudag. Þá hlaut Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði sérstaka viðurkenningu við stuðning við íslenska tungu.

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlaða að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall