VÍB fræðir unga fólkið um fjárfestingarleiðir

07.11.2012

Í gær héldu VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, Kauphöll Íslands og Keldan námskeið í fjárfestingaleiðum fyrir þá nemendur Háskólans í Reykjavík sem eru þátttakendur í Ávöxtunarleiknum. Alls skráðu um 170 nemendur sig á námskeiðið en fjölmargir nemendur skólans taka virkan þátt í leiknum. Leikurinn gengur út á að þátttakendur fjárfesta í mismunandi eignaflokkum fyrir keldukrónur. Þátttakendur keppa svo sín á milli um bestu ávöxtunina og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem stendur uppi sem sigurvegari en að auki eru veitt verðlaun fyrir hástökkvara mánaðarins.

Á námskeiðinu í gær kynnti Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, leikinn fyrir fjárfestum og þá ræddi Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, um uppbyggingu verðbréfamarkaðarins. Að því loknu hélt Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, námskeið í hinum ýmsu fjárfestingarleiðum. Þar var farið vandlega yfir hreyfingar og áhrifaþætti á skuldabréfamarkaði, nýskráningar og stöðu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði, lagaumhverfi bankareikninga, gjaldeyrishöftin og fleira.

VÍB hefur stutt þátttakendur í Ávöxtunarleiknum með námskeiðum í hlutabréfum, skuldabréfum og atferlisfjármálum að undanförnu og eru upptökur af þeim aðgengilegar á vefsíðunni www.vib.is. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda en um 5.000 þátttakendur hafa nú skráð sig í hann.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall