Auðkenni gerir alvarlegar athugasemdir við fullyrðingar um „falskt“ öryggi auðkennislykla

07.11.2012

Stjórn fyrirtækisins Auðkennis sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þær fullyrðingar sem fram komu í frétt mbl.is í gær (þri. 6. nóv.) undir yfirskriftinni „Auðkennislykill veitir falskt öryggi“. Auðkenni vill árétta eftirfarandi atriði:

  • Auðkennislyklar og rafræn skilríki eru almennt taldar öruggustu auðkenningarleiðirnar við innskráningu í netbanka sem þekkjast í dag.
  • Fullyrðing um að í þeim felist falskt öryggi er einungis til þess fallin að skapa óþarfa ótta og áhyggjur hjá notendum.
  • Flestir norrænir bankar nýta rafræn skilríki og auðkennislykla í netbönkum sínum.
  • Þær aðgerðir sem framkvæmdar eru eftir auðkenningu geta verið misafdrifaríkar og því beita aðilar fleiri vörnum eftir auðkenningu. Með flóknari aðferðum brotamanna er nauðsynlegt að auka öryggi í rafrænum samskiptum og því eru útfærslur öryggislausna í sífelldri endurskoðun.

Bankar og sparisjóðir hafa undanfarinn áratug átt farsælt samstarf um öryggi netbanka. Með verkefni um rafræn skilríki var samstarf aðila aukið enn frekar með aðkomu hins opinbera. Samstarf aðila er nauðsynlegt til þess að stuðla að enn öruggara umhverfi á Íslandi.

Innleiðing rafrænna skilríkja hefur staðið yfir hér á landi undanfarin ár og hefur rafrænum skilríkjum nú verið dreift til 170.000 einstaklinga en þau þarf að virkja sérstaklega í viðskiptabanka.

Kostir rafrænna skilríkja felast ekki aðeins í bættu öryggi heldur auka þau þægindi fólks í samskiptum með einu auðkenni í stað fjölda notendanafna og lykilorða. Skilríkin gera fólki kleift að eiga samskipti við rúmlega 100 aðila svo sem banka, sparisjóði, ríkisstofnanir, sveitarfélög, lífeyrissjóði, stéttarfélög, símafyrirtæki, tryggingafélög og fleiri, með sama lykilorðinu.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall