Akureyrarbær og Norðurorka semja við Íslandsbanka

07.11.2012

Síðastliðinn mánudag var undirritaður nýr samningur Akureyrarbæjar og Norðurorku hf. annars vegar og Íslandsbanka hins vegar um bankaviðskipti til næstu fimm ára. Viðskiptin voru boðin út síðasta sumar og bárust tilboð frá Arion-banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Tilboð Íslandsbanka reyndist hagstæðast. Samningurinn varðar alla almenna viðskiptabankaþjónustu, innláns- og útlánsviðskipti.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagðist við undirritun samningsins vera mjög ánægður með framkvæmd útboðsins og þann samning sem nú væri í höfn. Ingi Björnsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, sagði við sama tækifæri að Íslandsbanki hafi undanfarin ár verið viðskiptabanki Akureyrarbæjar og hafi það samstarf gengið afar vel í alla staði. Bankinn hafi því lagt sig fram um að gera hagstætt tilboð í bankaviðskipti bæjarins og væri mjög ánægjulegt að þetta samstarf gæti haldið áfram.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Rúnar Þór Sigursteinsson viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, Ingi Björnsson útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri, Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku, Sigurður J. Sigurðsson sviðsstjóri hjá Norðurorku og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall