Ný skýrsla Íslandsbanka um sjávarútveg

25.10.2012

Íslandsbanki hefur árlega sent frá sér skýrslu um sjávarútveg á Íslandi. Í nýútgefinni skýrslu er fjallað um helstu hagstærðir, þýðingu sjávarútvegs fyrir efnahag landsins og rekstrarárangur fyrirtækja í greininni. Í skýrslunni kemur glögglega fram hversu miklu hagræðingaraðgerðir sem gripið var til í greininni hafa skilað undanfarin ár. Þrátt fyrir hækkandi olíuverð, kvótasamdrátt og auknar álögur á sjávarútveg var EBITDA framlegð fiskveiða á síðasta ári um 36 milljarðar króna.

Meðal lykilatriða sem koma fram í skýrslunni  má nefna;

  • Sjávarafurðir námu um 38% af heildarútflutningsverðmæti vöru frá Íslandi árið 2011 en um 26% af heildarvirði útfluttrar vöru og þjónustu.
  • Samanlagt virði útfluttra sjávarafurða árið 2011 var tæpir 252 milljarðar íslenskra króna og hefur það aldrei verið hærra.
  • Sjávarútvegur var með 11% beint framlag til landsframleiðslu árið 2011, 25% ef tekið er tillit til óbeinna áhrifa sjávarklasans.
  • Bretland er helsta útflutningsland íslenskra sjávarafurða með 18% markaðshlutdeild, næst koma Spánn (9%), Noregur (7%) og Frakkland (7%).
  • Þorskur er verðmætasta fisktegundin með um 31% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða.
  • Makríll var verðmætasta uppsjávartegundin árið 2011 og jókst verðmæti hans um 185% á milli ára.
  • Á Íslandi starfa um 9.000 manns beint í sjávarútvegi sem er um 5,3% af heildarvinnuafli landsins, 80% starfanna eru á landsbyggðinni.
  • Ísland er í átjánda sæti yfir umsvifamestu fiskveiðiþjóðir heims með 1,6% af heildarafla.
  • Ísland er með mestu neyslu sjávarafurða á íbúa (88 kg/íbúa) skv. gögnum frá FAO fyrir árið 2009.
  • Góð EBITDA framlegð hefur verið af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja síðustu þrjú ár, skuldsetning minnkað og hagnaður aukist.

Íslandsbanki og forverar hans hafa gefið út skýrslu um íslenska sjávarútveg allt frá árinu 2003. Útgáfa skýrslunnar er fyrst og fremst ætluð til þess að taka saman á einn stað upplýsingar fyrir hagsmunaaðila og aðra þá er hafa áhuga á íslenskum sjávarútvegi. Skýrslan hefur jafnan vakið athygli út fyrir landsteinana og því er hún einnig gefin út á ensku. Íslenskur sjávarútvegur er ein af meginstoðum Íslandsbanka og um 12% af lánasafni bankans tilheyrir fyrirtækjum sem starfa í sjávarútvegi. 

Sjávarútvegsskýrsla Íslandsbanka (pdf)

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall