Hafnarfjarðarbær flytur bankaviðskipti sín til Íslandsbanka

12.10.2012
Frá undirskrift samningsins í útibúi Íslandsbanka í Hafnarfirði
Frá undirskrift samningsins í útibúi Íslandsbanka í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær og Íslandsbanki hf. hafa undirritað samning um flutning bankaviðskipta sveitarfélagsins til Íslandsbanka. Bankinn mun meðal annars hafa umsjón með innheimtu, greiðsluþjónustu og annarri almennri bankaþjónustu en auk þess mun hann aðstoða og hafa umsjón með endurfjármögnun sveitarfélagsins.

Rekstur sveitarfélagsins hefur verið þungur frá efnahagshruninu haustið 2008, en mikill árangur hefur náðst í hagræðingu á þeim rúmu fjórum árum sem liðin eru. Ársreikningur fyrir árið 2011 og árhlutareikningur ársins 2012 gefa til kynna að jafnvægi sé náð. Með aukinni framlegð og niðurgreiðslu skulda skapast rými til viðspyrnu sem leggur grunn að traustri framtíð bæjarins. Áfram er þó nauðsynlegt að gæta fyllsta aðhalds í rekstri, til að styrkja enn frekar þennan árangur.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar:

„Íslandsbanki hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki sem leggur sig fram um að skilja þarfir viðskiptavina og veita þeim bestu mögulega ráðgjöf á sviði rekstrar og fjármála. Við teljum bankann öflugan og vel í stakk búinn til að veita okkur hagkvæma og góða þjónustu Með því að færa okkar viðskipti til Íslandsbanka höfum við tekið enn eitt mikilvægt skref í jákvæða þróun sveitarfélagsins til framtíðar.“

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka:

„Við erum afar ánægð með að fá Hafnarfjarðarbæ í viðskipti við Íslandsbanka. Við höfum kynnt okkur rekstrar og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar vel og teljum að sveitarfélagið vera á réttri braut, enda stórt og öflugt bæjarfélag með mikil umsvif og gróskumikið starf á mörgum sviðum. Íslandsbanki hefur lagt áherslu á að styðja við nærsamfélagið í Hafnarfirði og styrkir meðal annars íþrótta- og æskulýðsstarf FH og Hauka. Það er okkar markmið að þjóna Hafnfirðingum vel þegar kemur að fjármálaþjónustu, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða bæjarfélagið sjálft.“

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall