Skuldabréfaútboði Eikar fasteignafélags hf. lokið

11.10.2012
  • Eik fasteignafélag hf. hefur lokið skuldabréfaútboði til endurfjármögnunar á veðskuldum félagsins.
  • Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með útboðinu auk þess sem bankinn annast viðskiptavakt með skuldabréfin.
  • Alls seldust skuldabréf fyrir 11.6 milljarða króna og eru kaupendur lífeyrissjóðir, tryggingafélög, verðbréfasjóðir og einstaklingar, auk Íslandsbanka.
Eik fasteignafélag hf. hefur lokið skuldabréfaútboði til endurfjármögnunar á veðskuldum fyrir alls 11.6 milljarða króna. Útboðið er það stærsta hjá einkaaðila frá árinu 2008 og tóku yfir 30 fjárfestar þátt í því. Með endurfjármögnun félagsins á skuldabréfamarkaði lækkar vaxtakostnaður félagsins umtalsvert og í kjölfarið skapast tækifæri til frekari vaxtar.

Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf til 30 ára og bera fasta 4.3% árlega vexti. Til tryggingar greiðslu skuldabréfanna er valið safn fasteigna í eigu félagsins. Með útgáfunni eru jafnframt lagðar kvaðir á félagið varðandi fjárhagsleg skilyrði, kaup og sölu eigna, frekari skuldsetningu o.fl.

Eik fasteignafélag hf. er leiðandi fasteignafélag á Íslandi og telur eignasafn þess 58 eignir alls að heildarflatarmáli 102.000 fermetrar. Félagið er einn stærsti eigandi leiguhúsnæðis í miðborg Reykjavíkur og eru leigutakar félagsins rúmlega 200 að tölu.

Narfi Þ. Snorrason, verkefnastjóri Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka:
„Skuldabréfaútgáfa Eikar markar ákveðin tímamót í fyrirtækjafjármögnun eftir efnahagshrunið. Útgáfan átti sér nokkurn aðdraganda og var mikil vinna lögð í að útfæra skilmála skuldabréfsins, í nánu samstarfi við fjárfesta. Niðurstaðan er góð fyrir báða aðila. Útgáfan mun greiða leið fyrirtækja að fjármagnsmörkuðum og vafalaust munu önnur félög hafa hliðsjón af skilmálum bréfsins þegar kemur að því að sækja fjármagn á markað.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall