Íslandsbanki styður kvennalið Vals í fjáröflun fyrir Bleiku slaufuna

03.10.2012
Frá vinstri: Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir og Ragnar Már Vilhjálmsson. Mynd: Siggi Anton
Frá vinstri: Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir og Ragnar Már Vilhjálmsson. Mynd: Siggi Anton

Í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins í október, Bleiku slaufunnar, hefur kvennalið körfuknattleiksdeildar Vals ákveðið að leggja þessu þarfa málefni lið með því að safnað fé sem rennur til átaksins. Að auki mun liðið leika í sérhönnuðum bleikum búningum í októbermánuði og þannig með táknrænum hætti koma að því að auka vitund íþróttafólks og annarra á mikilvægi forvarna og heilbrigðis. Íslandsbanki er einn aðal styrktaraðil Vals og greiddi bankinn fyrir hönnun og framleiðslu á búningunum.

Var þetta framtak kynnt í dag á Hlíðarenda þar sem söfnunarféð var afhent. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ragnheiði Haraldsdóttur formann Krabbameinsfélagsins taka við söfnunarfé frá Valsstúlkunum; Rögnu Margréti Brynjarsdóttir og Lilju Ósk Sigmarsdóttur, ásamt Ragnari Má Vilhjálmssyni frá markaðsdeild bankans. Nú þegar hefur safnast 420.000 kr. í söfnun kvennaliðs Vals og mun söfnunin halda áfram allan októbermánuð.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall