Ávöxtunarleikurinn hefst í dag

01.10.2012

Ávöxtunarleikurinn hefst í dag Í dag, mánudag, hefst Ávöxtunarleikurinn, glæsilegur fjárfestingaleikur á netinu sem stendur fram á vor. Leikurinn er samstarfsverkefni Keldunnar, Libru, Vísis, Kauphallar Íslands og VÍB, sem sér um fræðsluefni, fundi og stuðning við fjárfesta á meðan leiknum stendur.

Fræðsludagskrá VÍB vegna leiksins verður aðgengileg á www.vib.is og á facebook síðu leiksins. Á þriðjudag kl. 17:00 verður þátttakendum boðið á kennslunámskeið í virkni leiksins á Kirkjusand og á miðvikudag og fimmtudag kl 17:00 fylgja svo námskeið í skuldabréfa- og hlutabréfaviðskiptum. Skráning á námskeiðin er opin á www.vib.is.

Nánar um leikinn

Skráning í leikinn er á visir.is og fær hver notandi 10 milljónir Keldukróna til að fjárfesta með í mismundandi eignaflokkum, hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum og gjaldeyri. Keppendur í leiknum geta stofnað lið og boðið vinum sínum á Facebook að keppa saman. Heildarávöxtun liðsins að teknu tilliti til fjölda liðsmanna mun skera úr um sigur í liðakeppninni. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir þann aðila sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp næsta vor. Vinningar fyrir sigurvegara keppninnar eru m.a. flug fyrir tvo til New York og 200.000 kr. inneign í sjóðum hjá VÍB. Jafnframt verða veitt verðlaun til hástökkvara mánaðarins hverju sinni, út keppnistímabilið.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall