Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

28.09.2012
Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka
  • Hagvöxtur nokkuð góður á næstunni og heldur meiri en í fyrra 
  • Hægir á vexti einkaneyslu
  • Fjárfesting atvinnuveganna fer vaxandi 
  • Verðbólgan þrálát og mikil og krónan áfarm í skjóli hafta 

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, kynnti fyrir stundu nýja þjóðhagsspá á Fjármálaþingi Íslandsbanka. Í spánni kemur fram að líklegt sé að hagvöxtur hér á landi muni verða nokkuð góður á næstunni eða 3,2% í ár og 3,4% á næsta ári. Verður vöxturinn aðeins meiri en í fyrra þegar hann var 2,6%. Vöxturinn mun áfram verða drifinn af aukinni neyslu, fjárfestingu og útflutningi samkvæmt spá Greiningar.

Í spánni er gert ráð fyrir að það hægi á aðeins á vexti einkaneyslu á næstu árum, og fari hún úr 3,4% í ár niður í 3,0% árið 2013 og 2,9% árið 2014. Vaxandi kaupmáttur ráðstöfunartekna og hækkandi eignaverð ásamt væntingum um bætta tíð halda áfram að skapa skilyrði vaxtar einkaneyslu. Þá er reiknað með að dragi áfram úr atvinnuleysi og störfum fjölgi og er því spáð að atvinnuleysið verði 5,7% í ár samanborið við 7,4% atvinnuleysi á síðasta ári, og að árið 2014 hafi atvinnuleysi lækkað niður í 4,1%.

Aukin fjárfesting en áframhaldandi gjaldeyrishöft
Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna fari áfram vaxandi, bæði vegna aukinna stóriðjufjárfestinga og eins vegna aukinnar almennrar eftirspurnar í hagkerfinu. Er því spáð að fjárfesting aukist nokkuð á næsta ári, eða um 19,2%, en til samanburðar er gert ráð fyrir 11,6% aukningu fjárfestinga í ár. Ein stærsta óvissan í spánni felst í því hvernig til tekst við að losa um gjaldeyrishöftin en höftin draga úr vexti hagkerfisins þegar litið er til lengri tíma. Greiningin telur líklegt að höftin verði hér í nokkur ár til viðbótar hið minnsta og að krónan haldist nokkuð stöðug innan þeirra á spátímabilinu. Þá kemur einnig fram í spánni að erfiðleikar á mörkuðum erlendis geti haft neikvæð áhrif á vöxt íslenska hagkerfisins.

Í spá Greiningar kemur fram að verðbólguvæntingar til lengri tíma séu háar, og spáir deildin því að verðbólgan verði áfram mikil og talsvert yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Er gert ráð fyrir að verðbólga verði 5,3% ár en 4,1% á næsta ári og 3,9% árið 2014.

Þá kemur fram í spánni að þrátt fyrir ýmis kerfislæg vandamál standi íslenska hagkerfið á margan hátt framarlega í alþjóðlegum samanburði hvað vaxtarmöguleika, sveigjanleika og lífskjör varðar.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall