Hærri vextir gegn 30 daga fyrirvara um úttekt

25.09.2012

Íslandsbanki hefur sett á markað nýja tegund sparnaðarreikninga á Íslandi sem nefnist Vaxtaþrep 30 dagar. Um er að ræða óverðtryggðan þrepaskiptan hávaxtareikning sem er bundinn og þarf reikningseigandi að gefa 30 daga fyrirvara við úttekt. Slíkir reikningar þekkjast víða erlendis undir enska heitinu „Notice account“ og gefa jafnan hærri ávöxtun en óbundnir reikningar.

Hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum

Viðskiptavinur getur tekið út af þessum nýja reikningi á einfaldan hátt í gegnum Netbanka Íslandsbanka með 30 daga fyrirvara og eru vextir á reikningnum hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum. Þessi nýja sparnaðarleið hentar bæði einstaklingum sem fyrirtækjum sem vilja örugga og góða ávöxtun en jafnframt að innistæðan sé laus með tiltölulega skömmum fyrirvara. 

Allt að 4,7% vextir

Vextir á þessum nýja sparnaðarreikningi eru þrepaskiptir eftir fjárhæð innistæðunnar og eru allt að 4,7% fyrir upphæðir yfir 75 milljónir króna. Vextirnir eru greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning viðskiptavinar og því getur viðskiptavinur ráðstafað þeim að vild í lok hvers mánaðar en haldið höfuðstólnum óhreyfðum.

Vextir á Vaxtaþrepi 30 dagar eru eftirfarandi:

Upphæð       Vextir *
 0-5 m.kr  3,8%
 5-20 m.k      4,1%
 20-75 m.kr      4,4%
 75 m.kr. og yfir  4,7%

*Ársvextir skv. vaxtatöflu 22.09.12: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu.

Hægt er að stofna Vaxtaþrep 30 dagar í Netbanka Íslandsbanka og í öllum útibúum Íslandsbanka.

Nánari upplýsingar um Vaxtaþrep 30 daga.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall