Hlauparar og góðgerðarfélög fögnuðu góðum árangri

12.09.2012

Uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka var haldin í útibúinu á Kirkjusandi í gær. Í ár söfnuðust tæpar 46 milljónir króna til handa 130 góðgerðarfélögum. Þetta er met í áheitsöfnun en um 3.400 hlauparar hlupu til góðs. Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, afhenti viðurkenningar til þeirra sem söfnuðu mestum áheitum.

Sá einstaklingur sem safnaði mestu var Viktor Snær Sigurðsson en hann hljóp líkt og síðustu tvö ár fyrir systur sína og AHC samtökin. Hann safnaði rúmri 1,6 milljón króna en aldrei áður hefur einstaklingur safnað jafn miklu í áheitasöfnuninni. Þá safnaði Bjarný Þorvarðardóttir 1,3 milljónum króna til handa Mænuskaðastofnun Íslands. Að lokum fékk Ína Ólöf Sigurðardóttir viðurkenningu fyrir að hafa safnað 1,2 milljónum króna og einnig fyrir að hafa fengið flest áheit eða 322 talsins. Ína hljóp fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, og tileinkaði Árna Sigurðssyni, eiginmanni sínum, hlaupið sem barist hefur við heilaæxli síðustu 2 ár.

Árni hélt einnig ræðu þar sem hann fór yfir sögu sína og lýsti því hvaða áhrif veikindin hafa haft á líf hans og fjölskyldunnar. Hann þakkaði fjölskyldu og vinum fyrir stuðninginn en þau tóku sig saman og mynduðu heilt hlaupalið sem hljóp undir kjörorðunum Áfram Árni – Við berjumst með þér. Ræða Árna lét engan ósnortinn en hann hefur tekist á við erfið veikindi með húmorinn að vopni.

Að lokum fór Stefán Eiríksson, lögreglustjóri og stjórnarmaður í Krabbameinsfélagi Íslands, nokkrum orðum um félagið og söfnunina í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Krabbameinsfélagið hefur hvatt þá hlaupara sem hlaupa fyrir félagið dyggilega og hefur það skilað sér í áheitasöfnuninni. Stefán talaði einnig um þá miklu stemmingu sem myndast jafnan á deginum sjálfum, bæði meðal hlaupara og þeirra sem hvetja þá áfram.

Í áheitaskýrslu Reykjavíkurmaraþonsins kemur fram að Kraftur fékk mestu áheitin eða rúma 3,1 milljón króna, Krabbameinsfélagið fékk tæpar 3 milljónir og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna tæpar 2,3 milljónir króna. Áheitaskýrslan er nú aðgengileg á vefnum.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall