Íslandssjóðir hf. – Árshlutauppgjör 2012

29.08.2012

Stjórn Íslandssjóða hf., sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, hefur staðfest árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2012.

Afkoma Íslandssjóða hf. fyrstu sex mánuði ársins 2012

 • Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur árshlutareikning Íslandssjóða, þ.e. rekstrarfélagsins, og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
 • Hagnaður rekstrarfélagsins eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins 2012 er 127 m.kr. samanborið við 98 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
 • Hreinar rekstrartekjur námu 568 m.kr. samanborið við 541 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður, jukust um 5%.
 • Rekstrargjöld námu 409 m.kr. samanborið við 419 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður og lækkuðu um 2,4%.
 • Heildareignir félagsins 30. júní 2012 námu 3.166 m.kr. en voru 2.854 m.kr. í árslok 2011.
 • Eigið fé 30. júní 2012 nam 1.794 m.kr. en var 1.741 m.kr. í árslok 2011.
 • Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 160,5% í lok júní, en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8%.
 • Í lok júní 2012 voru 19 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 110.100 milljónum króna samanborið við 112.890 m.kr. í lok árs 2011. Þar af eru 15 verðbréfasjóðir með hreina eign að upphæð 100.972 milljónir króna og 4 fjárfestingarsjóðir með hreina eign að upphæð 9.128 milljónir króna. Einn sjóður sem skráður er í Lúxemborg er í stýringu félagsins.
 • Á árinu tóku Íslandssjóðir yfir rekstur og stýringu verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags Byrs. Um var að ræða sjóðina Skuldabréfasjóðinn, Alþjóða virðissjóðinn og Alþjóða vaxtarsjóðinn, auk Fyrirtækjasjóðsins sem er í slitaferli. Við þessa yfirtöku jukust eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum um 2.292 milljónir. Yfirtakan á rekstri sjóðanna var samþykkt af Fjármálaeftirlitinu þann 14. maí og átti yfirfærslan á eignum sjóðanna sér stað þann 31. maí.
 • Í lok júní voru framkvæmdar lokaútgreiðslur úr sjóðunum 9.3 - Peningamarkaðsbréf USD og 9.1 - Peningamarkaðsbréf EUR og hefur sjóðunum þar með verið formlega slitið.
 • Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af Deloitte ehf., en við könnun kom ekkert fram sem bendir til annars en að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á fyrstu 6 mánuðum ársins 2012.
 • Í lok júní 2012 störfuðu 15 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdarstjóri félagsins er Agla Elísabet Hendriksdóttir.

Fréttatilkynning (pdf)
Árshlutareikningur (pdf)

 

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall