Árétting vegna athugasemda Hagsmunasamtaka heimilanna

22.08.2012

Íslandsbanki hafnar athugasemdum Hagsmunasamtaka heimilanna um að markaðssetning á vaxtagreiðsluþakinu gefi ranga mynd af þjónustunni.  Vaxtagreiðsluþakinu, sem er valkvæð þjónusta, er ætlað að veita viðskiptavinum með óverðtryggð húsnæðislán skjól fyrir sveiflum í greiðslubyrði við hækkun vaxta. Í kynningarefni með vörunni er tekið skýrt fram að ef vextir hækka umfram það vaxtagreiðsluþak sem er valið tekur greiðsla lánsins mið af því en sú upphæð sem ber á milli ríkjandi vaxta samkvæmt vaxtatöflu og vaxta reiknuðum samkvæmt vaxtagreiðsluþaki leggst við höfuðstól lánsins. Þeir vextir sem leggjast við höfuðstól koma til greiðslu á þeim gjalddögum sem eftir eru af láninu, þ.e. dreifast á lánstímann.

Íslandsbanki stóð fyrir opnum kynningarfundi á vormánuðum þar sem eiginleikar vaxtagreiðsluþaksins voru sérstaklega kynntir. Að auki er að finna ítarlegar upplýsingar um vöruna bæði á vef bankans sem og á afgreiðslustöðum. Þar er sérstaklega vakin athygli á þeim ókostum sem kunna að fylgja því að staðgreiða ekki vextina jöfnum höndum. 

Eins og fyrr segir er vaxtagreiðsluþakið valkvæð þjónusta. Viðskiptavinir Íslandsbanka með óverðtryggð lán þurfa að óska sérstaklega eftir þessari þjónustu og eru því engin óverðtryggð lán bankans sjálfkrafa með vaxtagreiðsluþak.

Íslandsbanki telur að með tilkomu vaxtagreiðsluþaksins eigi viðskiptavinir bankans nú raunverulegt val milli verðtryggðra og óverðtryggða vaxta þar sem óvissa um framtíðar greiðslubyrði hefur verið takmörkuð. Íslandsbanki hefur ávallt hvatt viðskiptavini sína til að kynna sér vel kosti og galla bæði óverðtryggðra og verðtryggðra húsnæðislána áður en þeir taka ákvörðun um hvaða leið er valin.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall