Dótturfélag Íslandsbanka veitir ráðgjöf í sjávarútvegi í Suður Ameríku

21.08.2012

Glacier Securities LLC, dótturfélag Íslandsbanka í New York, leiddi fyrirtækjaráðgjöf til Compania Pesquera Camanchaca S.A. við sölu á dótturfélagi þess í Ekvador, en félagið heitir Pesquera Centromar S.A.. Camanchaca er leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaðinn í Santiago í Chile. Kaupandi Centromar er hópur fjárfesta frá Perú leiddur af Congelados Peruana del Pacífico-CONPEPAC S.A. Bindandi samkomulag hefur verið undirritað milli aðila og eru kaupin gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun sem er áætlað að verði lokið í byrjun október. Glacier vann að verkefninu í Chile í gegnum samstarf sitt við ráðgjafafyrirtækið Rainmaker Ltda. 

Compania Pesquera Camanchaca. S.A. (SNSE: CAMANCHACA) er leiðandi framleiðandi á laxi, silungi, kræklingum og hörpuskel. Fyrirtækið á og rekur eigin veiðiflota með áherslu á uppsjávarafurðir og skelfisk sem og framleiðslu á fiskimjöli og fiskiolíu (lýsi).

Ignacio J. Kleiman, forstjóri Glacier Securities:
„Með sölunni á Centromar hafa stjórnendur Camanchaca í Chile stigið mikilvægt skref í stefnumótun fyrirtækisins til lengri tíma og er salan á starfseminni í Ekvador sönnun þess. Það hefur verið ánægjulegt fyrir okkur að vinna með fagmannlegu stjórnendateymi Camanchaca og veita þeim okkar sérfræðiráðgjöf í sjávarútvegi."

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka:
„Íslandsbanki hefur fulla trú á að það megi nýta íslenska sérþekkingu í sjávarútvegi til tekjusköpunar í auknum mæli í alþjóðlegum viðskiptum sem þessum. Ráðgjöf Glacier Securities til leiðandi sjávarútvegsfyrirtækis í Chile er góður vitnisburður um hversu eftirsótt sérþekkingin okkar og ráðgjöf í þessari grein er."

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall