Opið fyrir áheit á hlaupastyrk.is til miðnættis

20.08.2012

Rúmlega 13.400 hlauparar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en þátttakendur hafa aldrei verið jafn margir. Mikil stemming myndaðist meðal hlaupara og áhorfenda þegar hlaupið hófst enda blíðskaparveður í miðborginni.

Áheitasöfnun á vefnum hlaupastyrkur.is hefur gengið vel en lokað verður fyrir áheit á miðnætti. Síðustu tvo ár hefur nokkuð bæst í heildarfjárhæðina á þessum síðasta degi. Söfnunin stendur nú tæpum 42,8 milljónum króna. Alls njóta 133 góðgerðarfélög góðs af þessari söfnun. Á vefnum er hægt að sjá hvaða hlauparar hlaupa fyrir hvaða félag með því að smella á Góðgerðarfélög. Þannig er hægt að velja góðgerðarfélag til að styðja og heita á þá hlaupara sem leggja málefninu lið, þrátt fyrir að hlaupinu sjálfu sé lokið. 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall