Metskráning og áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

14.08.2012

Nú fjórum dögum fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafa tæplega 8.000 hlauparar skráð sig til þátttöku. Þetta er um 16% aukning frá sama tíma í fyrra þegar öll fyrri met voru slegin. Meirihluti skráðra þátttakenda eru konur, eða 56%. Þá eru konur fjölmennari en karlar í öllum vegalengdum nema maraþoni þar sem karlar eru 71% skráðra þátttakenda.

Athygli vekur að þátttakendur eru af 60 mismunandi þjóðernum. Á eftir Íslendingum eru Bandaríkjamenn fjölmennastir eða 364 talsins, þá eru 204 Kanadamenn skráðir í hlaupið, 199 Bretar og 145 Þjóðverjar.

Forskráningu á netinu lýkur á morgun klukkan fjögur en hægt verður að skrá sig í hlaupið í Laugardalshöllinni á föstudag.

Um 19,5 milljónir króna hafa safnast til góðra málefna

Í ár er þriðja árið sem vefurinn www.hlaupastyrkur.is er í loftinu. Á síðasta ári söfnuðust um 43,6 milljónir króna til góðra málefna en það var um 50% aukning frá árinu 2010. Áheitasöfnunin gengur vonum framar og nú þegar hafa safnast 19,5 milljón króna. Þetta er rúmlega 10% aukning frá sama tíma í fyrra. Viktor Snær Sigurðsson, 13 ára, hefur nú safnað mestu allra einstaklinga eða rúmri 1,1 milljón króna fyrir AHC samtökin. Hann hleypur fyrir yngri systur sína sem er með sjaldgæfan taugasjúkdóm. Með þessu áframhaldi stefnir í að meiri fjármunir muni renna til góðra málefna í gegnum hlaupastyrk en áður.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall