Reykjavíkurmaraþonið kynnt erlendis á nýstárlegan hátt

10.08.2012
Íslandsbanki og Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) standa að kynningarátakinu Reykjavik Runs Us í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Verkefnið nýtir sér alla helstu samfélagsmiðla og er ætlað að veita nýja og öðruvísi upplifun á Reykjavíkurmaraþoninu og Reykjavíkurborg fyrir erlendum aðilum. Farið er yfir hlaupaleiðina og Íslendingar kynna helstu kennileiti hlaupsins. Í fjölmörgum myndbandsinnslögum sem má finna á síðunni www.reykjavikruns.us má meðal annars sjá borgarstjóra Reykjavíkur Jón Gnarr skjóta úr rásbyssu hlaupsins og skemmtilegar kynningar á Fríkirkjuvegi, Hljómskálanum, Melavelli, Lynghaga, Ægisíðu, Gróttu og Hörpunni svo fátt eitt sé nefnt. Fram að hlaupi munu bætast við ný innslög frá áhugaverðum stöðum á hlaupaleiðinni. Einnig má fylgjast með framtakinu á Twitter, Facebook, Tumblr.com og fleiri samfélagsmiðlum.

Reykjavíkurmaraþonið er nú haldið í 29. sinn og hefur Íslandsbanki verið stoltur stuðningsaðili hlaupsins síðan árið 1997. Yfir 6.100 þátttakendur eru þegar skráðir í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og þar af rúmlega 1.400 erlendir hlauparar frá um 55 löndum. Hlaupið fer fram þann 18. ágúst næstkomandi. Hægt er að skrá sig á www.marathon.is og byrja að safna áheitum á www.hlaupastyrkur.is.

Tengt efni má finna á eftirfarandi síðum:

www.reykjavikruns.us
www.reykjavikruns.tumblr.com
www.twitter.com/reykjavikrunsus
www.facebook.com/reykjavikruns
www.vimeo.com/reykjavikruns
www.flickr.com/photos/reykjavikruns

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall