Íslandsbanki styrkir góðgerðar- og íþróttastarf í Vestmannaeyjum

28.06.2012

Stjórn Íslandsbanka hélt fund í Vestmannaeyjum síðastliðinn þriðjudag. Auk hefðbundinna stjórnarstarfa kynntu stjórnarmenn sér atvinnulífið á Eyjunni. Fóru meðal annars um borð í Heimaey VE-1, heimsóttu Vinnslustöðina og fylgdust með makríl og humarvinnslu.

Í tengslum við heimsóknina ákvað bankinn að afhenda tvo styrki til félagasamtaka í Eyjum.

Styrkir til samfélagsmála

Bankinn leggur 250 þúsund krónur til söguritunar íþróttafélagsins Þórs en félagið fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Um er að ræða mjög viðamikið verk sem spannar mestan hluta af íþróttasögu Eyjanna. Undirbúningur verkefnis hefur staðið í nokkur ár og söguritun hófst á sl. ári og er það Sigurgeir Jónsson frá Gvendarhúsum sem sér um að skrá söguna.

Þá var Slysavarnardeildinni Eykyndli einnig afhentur styrkur að upphæð 250 þúsund krónur. En styrkurinn rennur til verkefna sem tengjast öryggismálum sjómanna. Félagskonur í Eykyndli hafa látið sig þau mál varða um langt skeið og tóku þær Guðfinna Sveinsdóttir og Elfa Elíasdóttir við styrknum fyrir hönd félagsins.

Vestmannaeyjahlaupið

Loks undirrituðu Magnús Bragason og Ingi Sigurðsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum þriggja ára samstarfsamning Íslandsbanka og Vestmannaeyjahlaupsins.
Á síðasta ári kom saman öflugur hópur fólks og setti af stað hið fyrsta Vestmannaeyjahlaup. Þar voru nokkrar vegalengdir í boði, 5, 10 og 21 km. og var þátttaka gríðarlega góð eða um 250 manns. Góður rómur var gerður að framkvæmd hlaupsins og ekki skemmdi fyrir það fallega veður sem var á hlaupadeginum.

Nú hefur þetta hlaup unnið sér fastan sess í hugum Eyjamanna sem og annars hlaupafólks víðs vegar um landið. Því mun hlaupið verða árlegur viðburður í lok ágúst ár hvert.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall