Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána

08.06.2012

Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána. Slíkt þak tryggir þeim skjól í umhverfi hækkandi vaxta. Viðskiptavinurinn velur vaxtagreiðsluþakið sjálfur sem þó verður að vera yfir því lágmarki sem ákveðið er af bankanum. Vaxtagreiðsluþakið er nú 7,5% ársvextir. Mismunur á vaxtagreiðsluþakinu og ríkjandi vöxtum á hverjum tíma leggst þá við höfuðstól lánsins og dreifist þar með yfir lánstímann.

Sem dæmi má taka að þegar ársvextir láns eru 10% en skilgreint vaxtagreiðsluþak er 7,5% þá er mismuninum, sem svarar 2,5% ársvöxtum, bætt við höfuðstól lánsins og dreift á þann lánstíma sem eftir er. Vaxtagreiðsluþakið tekur mið af aðstæðum hverju sinni en heimild til þess að nýta sér það helst óbreytt í 10 ár og fellur svo niður að þeim tíma liðnum.

Markmiðið með þessu er að bjóða viðskiptavinum möguleika á að minnka óvissu um greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum, við hækkandi vexti á markaði. Þetta auðveldar viðskiptavinum Íslandsbanka að velja óverðtryggða lánaskilmála þrátt fyrir hærra vaxtastig.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka: “Um 90% viðskiptavina okkar hafa valið óverðtryggð húsnæðislán síðustu misseri. Það er mikilvægt að veita þeim vernd fari vextir hækkandi. Við teljum að með tilkomu vaxtagreiðsluþaksins hafi viðskiptavinir okkar nú raunverulegt val milli verðtryggðra og óverðtryggðra húsnæðislána þar sem óvissa um framtíðar greiðslubyrði hefur verið takmörkuð. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér báða kosti vel svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða leið þeir velja“.

Lesa meira um vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall